Gott að vita!
Í seinnihluta ágúst og byrjun september fer pysjan, ungi lundans, að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa verið í góðu yfirlæti í lundaholu foreldra sinna frá því hún klaktist úr egginu. Kvöld eitt yfirgefur hún holuna fyrir fullt og allt, tekur flugið og stefnir á haf út.