Fljótlega þegar við hófum að skrá og mynda lundaafbrigði í eigu lundaveiðimanna komumst við fljótt að því að afbrigðin voru mun fleiri og fjölbreyttari en við höfðum gert okkur grein fyrir. Okkur fannst vanta fleiri nöfn til að skilgreina afbrigðin. Þekktustu nöfnin eru: Kóngur, drottning, prins og kolapiltur. Við tókum á það ráð í samráði við lundaveiðimenn að fjölga nöfnum afbrigðanna og bættust þá nokkur við eins og krónprins, greifi, greifynja, kardináli, keisari og fleiri en eitt af þessum nöfnum varð þannig til að við ákváðum að sofa á því og bera saman hugmyndirnar daginn eftir. Í ljós kom að við vorum með nákvæmlega sömu hugmyndina að nýju nafni.
Ef fólk er með góðar hugmyndir með nöfn á afbrigðunum eftir að hafa skoðað síðuna væri vel þegið að það léti heyra frá sér.
Örn Hilmisson og Egill Kristjánsson